Góð ráð fyrir alla þá sem hafa hug á að sækja slysabætur

Leitaðu strax til læknis ef þú lendir í slysi og finnur einhvers staðar til. það er mikilvægt að allt sé til skrásett í sjúkragögnum frá upphafi. Láttu lækninn þinn vita ef þú telur áverka þína eða óþægindi vera að rekja til slyssins.
Leitaðu strax til okkar og fáðu okkur til að sjá um málið fyrir þig. Öll bið eftir því að krefjast bóta og afla gagna getur leitt til þess að erfiðara verði að sanna atvik málsins og tengslin á milli tjóns þíns og slyssins. Því er mikilvægt að láta fagmenn sjá um málið frá upphafi.
Ekki gefast upp þó tryggingafélagið segi nei. Það er algengt og alltof margir sem gefast strax upp. Hafðu samband við okkur.

Mundu eftir öllu því sem hefur verið að angra þig frá slysi í hvert skipti sem þú ferð til læknis.
Það skiptir ekki máli hvort sem það er stórt eða smátt, það er lækna að meta hvort það tengist slysinu.

Ekki leika hetju! Það getur verið meira að þér en þú heldur og oft lagast hlutirnir ekki af sjálfu sér, heldur ágerast jafnvel. Leitaðu til læknis og okkar.

Skrifaðu jafnóðum niður hjá þér öll þau tilvik og þær athafnir, sem afleiðingar slyssins hafa áhrif á, þ.á m. þann tíma sem þú ert frá vinnu. Það skiptir máli þegar örorkumat fer fram. Gott er að halda einfalda dagbók þar sem skráð er niður hvenær og hvernig afleiðingar slyssins há þér.

Safnaðu jafnóðum saman kvittunum fyrir öllum útgjöldum sem tengjast slysinu, s.s. útlögðum lækna-, lyfja-, sjúkraþjálfunar- og ferðakostnaði. Afhentu okkur svo kvittanirnar. Við munum annast innheimtu þeirra hjá viðkomandi tryggingafélagi.

Hafðu samband við okkur í hvert sinn sem einhverjar spurningar vakna eða þú vilt fá upplýsingar um stöðu og framgang mála.

Það kostar ekkert að kanna rétt sinn til bóta.