fbpx

Við sækjum

bæturnar

Kannaðu þinn rétt til bóta

Höskuldur Þór Þórhallsson

Höskuldur Þór

Höskuldur Þór Þórhallsson, hdl., útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2003 og varð héraðsdómslögmaður árið 2005. Samhliða námi í lögfræði nam Höskuldur jafnframt viðskipta- og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þá stundaði hann nám í Evrópurétti og alþjóðlegum einkamálarétti við Háskólann í Lundi í Svíþjóð árið 2001.

Höskuldur Þór starfaði sem lögmaður frá 2005 til 2007 og var stundakennari í viðskiptarétti við Háskólann í Reykjavík á því tímabili. Þá var hann Alþingismaður frá 2007 til 2016 og sat í fjölmörgum nefndum á vegum Alþingis. Höskuldur Þór hóf aftur störf sem lögmaður árið 2016.

ALGENGAR SPURNINGAR

Hvað er læknisfræðileg örorka?

Bætur vegna læknisfræðilegrar örorku eru reiknaðar út frá læknisfræðilegu mati á því hversu mikið líkamlegt eða andleg tjón er talið hafa hlotist af slysi. Er læknisfræðileg örorka óháð mati á því hversu mikil áhrif örorka getur haft á tekjuöflun viðkomandi (varanleg örorka samkvæmt skaðabótalögum). Læknisfræðileg örorka er sá grundvöllur sem miðað er við þegar bætur úr slysatryggingum eru gerðar upp.

Staðsetning:
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík

Hringdu í okkur:
+354 5880188

Tölvupóstur: slysabaetur@slysabaetur.is

Um okkur

Slysabætur ehf. er lögmannsstofa með áratuga langa reynslu af innheimtu slysa- og skaðabóta. Starfsfólk okkar er sérhæft á þessu sviði og taka vel á móti þér til að útskýra rétt þinn eftir slys og innheimta bæturnar sem þú  átt rétt á.

Persónuverndarstefna | Lagalegur fyrirvari