Mannauður

Hrafnkell Oddi Guðjónsson, lögfræðingur

Hrafnkell Oddi er fæddur árið 1993. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2013 og BA-námi við lagadeild Háskóla Íslands 2016. Hann er nú að ljúka mag. jur. prófi í lögfræði. Hrafnkell Oddi hefur unnið við innheimtu skaðabóta vegna líkamstjóns í umferðarslysum, vinnuslysum og frítímaslysum frá 2015. Þá hefur hann jafnframt tekið þátt í því að aðstoða fólk í gegnum lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema við Háskóla Íslands.