Slysabætur - Frítímaslys

 

Frítímaslys

Dastu heima og braust þig? Lentir þú í slysi á ferðalagi innan lands eða utan? Slasaðir þú þig við tómstundaiðkun, t.d. á göngu eða á hestbaki?

Tryggingar þínar, t.d. fjölskyldutrygging eða greiðslukortatrygging,  taka oft til slysa sem verða heima við, á ferðalögum og við aðrar aðstæður. Bætur ráðast þá af prósentutölu læknisfræðilegrar örorku annars vegar og umsaminni fjárhæð fyrir hvert prósent hins vegar.

Auk þess eru greiddir dagpeningar sé viðkomandi frá vinnu um nokkurn tíma. Nánari réttur þinn ræðst af vátryggingarskírteini og skilmálum tryggingar.

Það kostar ekkert að kanna rétt sinn til bóta!