Slysabætur - Kynferðisbrot

 

Kynferðisbrot

Þeir sem orðið hafa fyrir kynferðisbroti, hvort heldur eru börn eða fullorðnir, eiga rétt á skaðabótum úr hendi gerandans. Fórnarlamb á rétt á að fá skipaðan réttargæslumann úr hópi lögmanna. Sá gætir hagsmuna þolandans hjá lögreglu og fyrir dómi og aðstoðar hann við rekstur málsins.

Kostnaður við störf réttargæslumanns brotaþola greiðist úr ríkissjóði. Tildæmdar miskabætur nema í flestum tilvikum frá nokkrum hundruðum þúsunda króna og upp í tvær milljónir króna. Hærri bætur geta komið til í alvarlegustu málunum og þegar varanlegt tjón hefur hlotist af brotinu.

Bætur greiðast í flestum tilvikum að öllu leyti úr ríkissjóði í gegnum svokallaða bótanefnd.

Það kostar ekkert að kanna rétt sinn til bóta!