Slysabætur - Líkamsárás

 

Líkamsárás

Varðst þú fyrir líkamsárás? Varstu sleginn eða stunginn? Við þekkjum árásir af öllu tagi.

Sá sem réðist á þig á í flestum tilvikum að greiða þér bætur. Um slíkar bætur er fjallað í skaðabótalögum. Samkvæmt þeim skal árásarmaðurinn, eftir því sem við á, greiða þér tímabundið tekjutjónþjáningabætur og bætur fyrir varanlegan miska og varanlega örorku ef varanlegt tjón hefur hlotist af árás. Auk þess verður hann að borga þér útlagðan sjúkrakostnað, t.d. vegna lækna og lyfja. Sama gildir um annað fjártjón, t.d. vegna skemmda á fötum.

Stærsti hluti bótanna er þó í flestum tilvikum svonefndar miskabætur sem dæmdar eru á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga. Þær eru oft á bilinu 100.000 – 500.000 kr., eftir hve miklir áverkar eru, en verða töluvert hærri ef um alvarlegar árásir er að ræða.

Ef um alvarlega líkamsárás er að ræða átt þú rétt á að fá tilnefndan réttargæslumenn úr hópi lögmanna til að gæta hagsmuna þinna hjá lögreglu og fyrir dómi. Þóknun lögmannsins er þá greidd af ríkinu. Í öðrum tilvikum er krafa um bætur fyrir lögmannsþóknun hluti af þeirri skaðabótakröfu, sem lögmaður setur fram. Skoðaðu upplýsingar um hvernig málið gengur fyrir sig.

Þegar um alvarlegar líkamsárásir er að ræða getur brotaþoli átt rétt á greiðslu bóta úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun svokallaðrar bótanefndar. Sérfræðingar okkar sjá þá um innheimtu bóta úr ríkissjóði og skila þeim til þín. Ríkissjóður innheimtir þann hluta bótanna síðar hjá árásarmanninum.

Það kostar ekkert að kanna rétt sinn til bóta!