Slysabætur - Vinnuslys

 

Vinnuslys

Launþegar eru tryggðir í vinnu sinni hjá vinnuveitanda og eiga því rétt á slysabótum frá tryggingafélagi hans.

Verði vinnuslys rakið til atvika sem vinnuveitandi eða aðrir starfsmenn bera ábyrgð á er hægt að sækja bætur á grundvelli skaðabótalaga til vinnuveitanda eða tryggingafélags hans. Er þar í flestum tilvikum um mun hærri bætur að ræða en úr slysatryggingu. Þetta á t.d. við þegar vinnuslys verður rakið til bilunar í tækjum, ónógra leiðbeininga, ófullnægjandi fyrirmæla eða mistaka samstarfsmanna.

Þegar um slys á sjó er að ræða eiga sjómenn rétt á fullum bótum án þess að þurfa að sýna fram á að slysið sé vinnuveitanda eða samstarfsmönnum að kenna. Skoðaðu upplýsingar um hvernig innheimta slysabóta gengur fyrir sig.

Hvert mál er sérstakt. Vertu ófeiminn við að spyrja. Oft þarf ekki nema eitt viðtal til að gera sér nokkuð góða grein fyrir líkunum á því að bætur verði greiddar. Það kostar ekkert að kanna rétt sinn til bóta.

Það kostar ekkert að kanna rétt sinn til bóta!