Um okkur
Slysabætur er ein af fyrstu lögmannsstofunum á Íslandi til að sérhæfa sig í innheimtu slysabóta. Hjá Slysabótum veitum við faglega og persónulega aðstoð við alla sem hafa orðið fyrir slysum og vilja tryggja rétt sinn til bóta. Við skiljum að það getur verið flókið og krefjandi eða eiga við tryggingafélög – þess vegna erum við til staðar fyrir þig til að tryggja að þú fáir þær bætur sem þú átt rétt á. Frá stofnun árið 2009 höfum við sótt bætur í þúsundum mála, frá minniháttar slysum yfir í flóknustu og umfangsmestu bótamál Íslandssögunnar, og tryggt viðskiptavinum okkar ítrustu bætur frá tryggingafélögum, ríkinu og öðrum aðilum.
Af hverju að velja okkur?
- Áratuga sérfræðiþekking í skaðabótamálum
- Þú greiðir bara þóknun ef málið vinnst
- Persónuleg þjónusta og skýr samskipti
- Öflug og örugg hagsmunagæsla gegn tryggingafélögum
Við leggjum áherslu á skjóta og árangursríka úrlausn mála með hagsmuni þína í fyrirrúmi. Ef þú hefur lent í slysi og vilt fá að vita hver réttindi þín eru, ekki hika við að hafa samband.
Hrafnkell Oddi Guðjónsson, lögmaður með réttindi fyrir Landsrétti

Hrafnkell Oddi er lögmaður með sérhæfingu í innheimtu slysabóta. Hann útskrifaðist með meistaragráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2018, hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum 2019 og fyrir Landsrétti 2024. Hann útskrifaðist með LL.M. gráðu frá UC Berkeley árið 2024, þar sem hann lagði m.a. áherslu á skaðabótarétt réttarhagfræðilegar kenningar á sviði skaðabótaréttar.
Hann hefur starfað við innheimtu slysabóta frá árinu 2015 og hefur komið að fjölda skaðabótamála. Hann hefur því mikla reynslu af samskiptum við tryggingafélög og aðra bótaskylda aðila.
Guðjón Ólafur Jónsson, hæstaréttarlögmaður

Guðjón Ólafur er hæstaréttarlögmaður sem hefur unnið við innheimtu slysabóta frá árinu 1999. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1992, varð héraðsdómslögmaður 1999 og hæstaréttarlögmaður 2004.
Guðjón Ólafur býr yfir fjölbreyttri þekkingu og starfsreynslu, m.a. af Alþingi og úr Stjórnarráðinu. Hann hefur rekið eigin lögmannsstofu í félagi við aðra allt frá árinu 1999. Guðjón Ólafur hefur mikla þekkingu og reynslu af innheimtu skaðabóta vegna líkamstjóns eftir umferðarslys, vinnuslys og frítímaslys. Hann hefur komið að rekstri fjölda skaðabótamála, bæði gagnvart tryggingafélögum og öðrum, og er alls óhræddur við að láta reyna á rétt fólks fyrir dómstólum ef svo ber undir.
Þórunn Káradóttir, lögfræðingur

Þórunn Káradóttir útskrifaðist með B.A. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og meistaragráðu frá sömu lagadeild árið 2016. Hún býr yfir mikilli þekkingu á sviði skaðabótaréttar og hefur m.a. sinnt kennslu í skaðabótarétti við lagadeild Háskóla Íslands. Þórunn hefur jafnframt sérhæft sig í persónuverndarrétti og öðlast víðtæka reynslu af ráðgjöf og úrlausn mála sem tengjast meðferð persónuupplýsinga og gagnavernd, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Auk þess hefur Þórunn starfað lengi á sviði fjármunaréttar, þar sem hún hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði kröfuréttar, samningaréttar og tryggingaréttar. Hún hefur komið að samningagerð, ágreiningsmálum og almennri lögfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og býr yfir traustri þekkingu og reynslu af flóknum lögfræðilegum álitaefnum á mörgum sviðum.