VINNUSLYS - SLYSABÆTUR

Ef þú hefur lent í slysi í vinnu eða á beinni leið í eða úr vinnu átt þú rétt á slysabótum úr tryggingafélagi vinnuveitanda þíns.

Verði vinnuslysið rakið til atvika sem vinnuveitandi eða aðrir starfsmenn bera ábyrgð á er hægt að sækja bætur á grundvelli skaðabótalaga til vinnuveitanda eða tryggingafélags hans. Er þar í flestum tilvikum um mun hærri bætur að ræða en úr slysatryggingu. Þetta á t.d. við þegar vinnuslys verður rakið til bilunar í tækjum, ónógra leiðbeininga, ófullnægjandi fyrirmæla eða mistaka samstarfsmanna.

Hvert mál er sérstakt. Ekki hika við að spyrja. Oft þarf ekki nema eitt viðtal til að gera sér nokkuð góða grein fyrir líkunum á því að bætur verði greiddar.

ALGENGAR SPURNINGAR

Skiptir máli að ég var í órétti?

Það er algengur misskilningur að menn eigi ekki rétt til bóta þar sem þeir hafi verið í órétti við árekstur eða í öðru umferðarslysi. Þetta skiptir hins vegar engu máli. Ölvun við akstur kann hins vegar að leiða til missis bótaréttar.