UMFERÐARSLYS - SLYSABÆTUR
Ef þú hefur lent í slysi í umferðinni átt þú að öllum líkindum rétt á slysabótum. Þetta á t.d. við ef þú varst á bíl, vélhjóli, hjóli, rafhlaupahjóli eða annars konar tæki. Réttur til bóta vegna slysa sem gerast vegna notkunar á bíl eða vélhjóli er til staðar úr lögboðinni ábyrgðartryggingu ökutækisins. Í þeim tilvikum skiptir engu máli hvort þú hafir verið í rétti eða órétti.
Um hjól og rafhlaupahjól gilda aðrar reglur þegar slys gerast. Ef bíll klessir á þig þegar þú ert að nota hjól eða rafhlaupahjól stofnast hins vegar bótaskylda úr tryggingu bílsins.
Slysabætur vegna umferðarslysa eru yfirleitt taldar í milljónum króna. Það kostar ekkert að kanna rétt sinn þannig vertu ófeimin/n við að hafa samband við okkur til að kanna þinn rétt til slysabóta.
ALGENGAR SPURNINGAR
Skiptir máli að ég var í órétti?
Það er algengur misskilningur að menn eigi ekki rétt til bóta þar sem þeir hafi verið í órétti við árekstur eða í öðru umferðarslysi. Þetta skiptir hins vegar engu máli. Ölvun við akstur kann hins vegar að leiða til missis bótaréttar.