SJÓSLYS - SLYSABÆTUR

Sjómenn eiga rétt á slysabótum vegna slysa við vinnu sína. Þessi bótaréttur sjómanna er mjög ríkur og sjómaður á því til dæmis rétt á slysabótum þó slysið sé rakið til mistaka hans sjálfs.

Mikilvægt er að leita réttar síns strax svo málið fari í réttan farveg.

ALGENGAR SPURNINGAR

Skiptir máli að ég var í órétti?

Það er algengur misskilningur að menn eigi ekki rétt til bóta þar sem þeir hafi verið í órétti við árekstur eða í öðru umferðarslysi. Þetta skiptir hins vegar engu máli. Ölvun við akstur kann hins vegar að leiða til missis bótaréttar.