Persónuverndarstefna Slysabóta ehf.

I.

Inngangur.

Slysabætur ehf., kt. 440309-1000, Skólavörðustíg 12, Reykjavík, (einnig vísað til „félagið“) leggur mikla áherslu á að tryggja vernd persónuupplýsinga og að unnið sé með þær í samræmi við gildandi lög og reglur. Persónuverndarstefna þessi tekur til persónuupplýsinga sem varða viðskiptavini félagsins (þ.m.t. tengiliði viðskiptavinar ef um lögaðila er að ræða) og einstaklinga sem hafa samband við félagið (hér eftir vísað til „viðskiptavina“). Persónuverndarstefna þessi byggir á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90, 2018 og er tilgangur persónuverndarstefnunnar er að upplýsa viðskiptavini um hvaða persónuupplýsingum er safnað, hver tilgangur þess sé og hvernig farið er með þær.

II.

Persónuupplýsingar sem safnaðar eru af félaginu.

Persónuupplýsingar eru þær upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja til tiltekins einstaklings með beinum eða óbeinum hætti. Félagið safnar ýmsum tegundum persónuupplýsinga um viðskiptavini sína og tengiliði þeirra, sé um lögaðila að ræða, og geta þessar upplýsingar t.a.m. varðað:

  • nöfn
  • kyn
  • kennitölur
  • heimilisföng
  • netföng
  • símanúmer
  • reikningsupplýsingar
  • ljósmyndir, hljóð- og myndbandsupptökur
  • tekjur

Enn fremur eru safnaðar viðkvæmar persónuupplýsingar á borð við upplýsingar um kynþátt og þjóðernislegan uppruna, aðild að stéttarfélagi, heilsufarsupplýsingar, kynhneigð og erfðafræðilegar upplýsingar, séu slíkar persónuupplýsingar nauðsynlegar vegna þeirra mála sem félagið rekur fyrir viðskiptavini sína.

Persónuupplýsingar koma oft beint frá viðskiptavini eða tengilið hans. Upplýsingar koma þó einnig frá öðrum aðilum, t.d. gagnaðilum, stjórnvöldum, dómstólum, Credit Info eða eftir atvikum öðrum lögmönnum.

III.

Tilgangur vinnslu, varðveiting og miðlun persónuupplýsinga.

Félagið notar persónuupplýsingar til þess að veita þjónustu til viðskiptamanna. Þjónusta þessi felst m.a. í því að auðkenna og hafa samband við viðskiptavini, eiga í samskiptum við gagnaðila og gæta hagsmuna viðskiptavina og flytja mál fyrir dómstólum. Þá eru persónuupplýsingar einnig notaðar til þess að halda skrá yfir mál viðskiptavina.

 

Félagið varðveitir persónuupplýsingar á öruggan hátt sem er í samræmi við gildandi lög og reglur. Persónuupplýsingar sem tengjast máli eru að jafnaði ekki varðveitt lengur en í tíu ár frá því að máli er lokað hjá félaginu, að undanskildum þeim gögnum sem félaginu er skylt að varðveita samkvæmt lögum eða ef málefnaleg ástæða er fyrir áframhaldandi varðveislu þeirra.

 

Félagið miðlar persónuupplýsingum áfram til þriðja aðila ef fengist hefur samþykki fyrir slíku frá viðskiptavini eða slíkt sé nauðsynlegt til þess að uppfylla skyldur samkvæmt samningi. Einnig kunna persónuupplýsingar að vera miðlaðar til þjónustuaðila félagsins, t.d. til þeirra sem reka hugbúnaðarkerfi. Persónuupplýsingar kunna jafnframt að vera afhentar þriðja aðila að því marki sem heimilað er eða krafist er á grundvelli viðeigandi laga eða reglna, s.s. til stjórnvalda, dómstóla, gagnaðila, vitna, samstarfsaðila eða annarra hagaðila.

IV.

Réttindi skráðra aðila.

Viðskiptavinir eiga rétt á að fá staðfest hvort félagið vinni persónuupplýsingar um þá eða ekki. Ef svo er geta viðskiptavinir óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingunum og hvernig vinnslunni er hagað. Þá eiga viðskiptavinir einnig rétt á að afturkalla samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem byggð er á samþykki hvenær sem er. Einnig eiga þeir rétt á að óska eftir að láta leiðrétta, eða takmarka vinnslu persónuupplýsinga um sig eða andmæla slíkri vinnslu. Í sumum tilfellum geta þeir átt rétt á flutningi persónuupplýsinga til annars ábyrgðaraðila. Þessum réttindum kunna að vera sett takmörk í lögum og reglum.

Viðskiptavinir eiga og rétt á að fá upplýsingar um uppruna persónuupplýsinga sem ekki er aflað frá þeim sjálfum. Þá eiga þeir rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja að félagið hafi ekki virt réttindi þeirra við meðferð á persónuupplýsingum.

V.

Áskilnaður.

Félagið áskilur sér rétt til að breyta persónuverndarstefnu þessari eftir því sem þurfa þykir. Verður nýjasta útgáfa hennar birt á vefsíðu félagsins hverju sinni.

Vilji viðskiptavinur fá nánari upplýsingar eða nýta réttindi sín er honum frjálst að hafa samband við félagið.

Þessi persónuverndarstefna var sett 11. nóvember 2018.

HAFA SAMBAND

Staðsetning:
Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík

Hringdu í okkur:
+354 5880188

Tölvupóstur: slysabaetur@slysabaetur.is

Hafðu samband

Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík

Um okkur

Slysabætur er lögmannsstofa með áratuga langa reynslu af innheimtu slysa- og skaðabóta. Starfsfólk okkar er sérhæft á þessu sviði og taka vel á móti þér til að útskýra rétt þinn eftir slys og innheimta bæturnar sem þú  átt rétt á.

Persónuverndarstefna | Lagalegur fyrirvari