ANDLÁT - DÁNARBÆTUR

Margir eru líftryggðir, sem leiðir til þess að þeirra nánustu eiga oft rétt til bóta úr líftryggingu þegar viðkomandi deyr, hvort sem er af völdum slyss eða annarra ástæðna. Það fer eftir gildandi vátryggingarskilmála hver á rétt á bótunum.

Verði öðrum kennt um andlátið eiga eftirlifendur m.a. rétt á miskabótum, bótum vegna útfararkostnaðar og bótum vegna missis framfæranda.

ALGENGAR SPURNINGAR

Skiptir máli að ég var í órétti?

Það er algengur misskilningur að menn eigi ekki rétt til bóta þar sem þeir hafi verið í órétti við árekstur eða í öðru umferðarslysi. Þetta skiptir hins vegar engu máli. Ölvun við akstur kann hins vegar að leiða til missis bótaréttar.