BÖRN - SLYSABÆTUR

Um rétt barna til slysabóta vegna slysa fer samkvæmt almennum reglum. Börn sem lenda t.d. í umferðarslysum eða frítímaslysum eiga því sama rétt til bóta og fullorðnir.

Mörg sveitarfélög hafa keypt slysatryggingar fyrir börn, sem eru í skólum eða tómstundastarfi á þeirra vegum. Börn sem slasast í skóla eða í frístundastarfi á vegum sveitarfélags geta því átt rétt til slysabóta úr slíkri slysatryggingu. Þetta gildir jafnframt um mörg íþróttafélög. Þegar um er að ræða líkamsárás eða kynferðisbrot gagnvart barni gilda sömu reglur og um fullorðna.

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um réttarstöðu barnsins.

ALGENGAR SPURNINGAR

Skiptir máli að ég var í órétti?

Það er algengur misskilningur að menn eigi ekki rétt til bóta þar sem þeir hafi verið í órétti við árekstur eða í öðru umferðarslysi. Þetta skiptir hins vegar engu máli. Ölvun við akstur kann hins vegar að leiða til missis bótaréttar.