Guðjón Ólafur Jónsson, LL.M og hæstaréttarlögmaður

Guðjón ólafur

Guðjón Ólafur Jónsson, hæstaréttarlögmaður, er fæddur árið 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1987, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1992, þriggja missera rekstrar- og viðskipta- námi frá EHÍ 1999, þriggja missera verðbréfaviðskiptanámi 2004 og LL.M námi frá Edinborgarháskóla í Skotlandi 2006. Hann varð héraðs- dómslögmaður 1999 og hæstaréttarlögmaður 2004.

Guðjón Ólafur býr yfir fjölbreyttri þekkingu og starfsreynslu, m.a. af Alþingi og úr Stjórnarráðinu. Hann hefur rekið eigin lögmannsstofu í félagi við aðra allt frá árinu 1999. Guðjón Ólafur hefur mikla þekkingu og reynslu af innheimtu skaðabóta vegna líkamstjóns eftir umferðarslys, vinnuslys og frítímaslys. Hann hefur komið að rekstri fjölda skaðabótamála, bæði gagnvart tryggingafélögum og öðrum, og er alls óhræddur við að láta reyna á rétt fólks fyrir dómstólum ef svo ber undir.

ALGENGAR SPURNINGAR

Hvað er læknisfræðileg örorka?

Bætur vegna læknisfræðilegrar örorku eru reiknaðar út frá læknisfræðilegu mati á því hversu mikið líkamlegt eða andleg tjón er talið hafa hlotist af slysi. Er læknisfræðileg örorka óháð mati á því hversu mikil áhrif örorka getur haft á tekjuöflun viðkomandi (varanleg örorka samkvæmt skaðabótalögum). Læknisfræðileg örorka er sá grundvöllur sem miðað er við þegar bætur úr slysatryggingum eru gerðar upp.