Hvernig er ferli slysabótamála háttað?

Að fá bætur vegna slysa eða annarra bótaskyldra atvika getur oft tekið töluverðan tíma.
Ástæða þess er sú að oft eru bætur gerðar upp á grundvelli mats lækna á örorku, svokölluðu örokumati. Það mat fer ekki fram fyrr en í fyrsta lagi eftir að ár er liðið frá slysi. Eftir þann tíma er oftast talið að líkamlegt ástand sé orðið stöðugt og að ekki sé að vænta frekari bata. Uppgjör getur líka tafist ef dómkveðja þarf matsmenn til að meta tjón, eða ef höfða þarf dómsmál til að fá bætur.

Algengt er að uppgjöri skaðabóta vegna umferðarslyss ljúki 2–3 árum eftir slys. Það hefur hins vegar verulega þýðingu að þú hafir sem fyrst samband við okkur svo við getum farið að safna gögnum og vinna fyrir þig

Athugaðu að hvert mál er sérstakt

Algengt ferli skaðabótamála, t.d. vegna umferðar- og vinnuslysa, er sem hér segir:

1.

Þú hefur samband við okkur, hittir sérfræðing og þið hittist og ræðið málið. Hann útbýr umboð sem þú skrifar undir þar sem þú felur okkur að afla gagna, semja um bætur o.fl.

2.

Við og viðkomandi tryggingafélag biðjum sameiginlega um mat á líkamstjóni þínu. Við mætum með þér á matsfund. Stundum reynist nauðsynlegt að fá dómkvadda matsmenn í héraðsdómi til að meta tjónið.

3.

Við gerum upp bæturnar við þig og leggjum inn á reikning hjá þér eða afhendum þér tékka.

4.

Hafir þú orðið fyrir líkamsárás eða sætt kynferðisofbeldi setjum við fram bótakröfu á hendur geranda og innheimtum jafnframt dæmdar bætur úr ríkissjóði fyrir milligöngu svokallaðrar bótanefndar. Í fæstum tilvikum þarf þá að meta tjónið með þeim hætti sem lýst er að ofan eða vera í sambandi við tryggingafélög.
Við erum reglulega í sambandi við þig, sendum þér afrit af öllum bréfum, mætum með þér á matsfundi og tökum engar ákvarðanir án samráðs við þig. þú getur alltaf hringt eða komið og hitt okkur þegar einhverjar spurningar vakna í ferlinu.