BÍLSLYS - SLYSABÆTUR

Lentir þú í bílslysi og finnur ennþá til í hálsi eða baki? Brotnaðir þú illa eða varðst fyrir innvortis áverkum? Fékkstu höfuðáverka eða lamaðist? Þetta eru allt áverkar sem við þekkjum og höfum innheimt slysabætur vegna. Það skiptir engu hvort þú hafir verið í rétti eða órétti.

Hélstu kannski að allt myndi lagast? Því miður þekkjum við allt of mörg dæmi þess að fólk sé t.d. með viðvarandi verki í hálsi, höfði, herðum, öxlum, niður í hendur, í baki og niður í fætur og bíði eftir því að allt verði samt aftur. Það gerist bara alls ekki alltaf. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að sækja slysabæturnar sem þú átt rétt á!

Í kjölfar umferðarslysa eru greiddar bætur fyrir tímabundið tekjutjón, ef eitthvað er, þjáningabætur, bætur fyrir varanlegan miska og bætur fyrir varanlega örorku. Auk þessa greiðir viðkomandi tryggingafélag stærstan hluta lögmannskostnaðar og allan útlagðan sjúkrakostnað, t.d. vegna læknisheimsókna og lyfja.

ALGENGAR SPURNINGAR

Skiptir máli að ég var í órétti?

Það er algengur misskilningur að menn eigi ekki rétt til bóta þar sem þeir hafi verið í órétti við árekstur eða í öðru umferðarslysi. Þetta skiptir hins vegar engu máli. Ölvun við akstur kann hins vegar að leiða til missis bótaréttar.