Hrafnkell Oddi Guðjónsson hdl.

HRAFNKELL (1)

Hrafnkell Oddi Guðjónsson lauk B.A. prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 2016. Hann stundaði skiptinám í Evrópu- og þjóðarétti við Háskólann í Lundi í Svíþjóð árið 2017 og lauk meistaraprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 2018. Hrafnkell Oddi útskrifaðist með LL.M. gráðu í viðskiptarétti frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 2024. Hann hefur fékk leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum 2019 og fyrir Landsrétti 2024.

Hrafnkell Oddi hefur unnið við innheimtu skaðabóta vegna líkamstjóna í umferðarslysum, vinnuslysum og öðrum slysum frá 2015. Hann hefur því komið að fjölda skaðabótamála og hefur mikla reynslu af samskiptum gegn tryggingafélögum og öðrum aðilum.

ALGENGAR SPURNINGAR

Hvað er læknisfræðileg örorka?

Bætur vegna læknisfræðilegrar örorku eru reiknaðar út frá læknisfræðilegu mati á því hversu mikið líkamlegt eða andleg tjón er talið hafa hlotist af slysi. Er læknisfræðileg örorka óháð mati á því hversu mikil áhrif örorka getur haft á tekjuöflun viðkomandi (varanleg örorka samkvæmt skaðabótalögum). Læknisfræðileg örorka er sá grundvöllur sem miðað er við þegar bætur úr slysatryggingum eru gerðar upp.