Hvað kostar að sækja um slysabætur?

Ekki hafa áhyggjur af kostnaði.

Í langflestum tilvikum þarf ekkert að greiða fyrir aðstoð okkar þar sem þóknun okkar er gerð upp þegar þú færð bæturnar greiddar. Stærstur hluti lögmannsþóknunar er í flestum tilvikum greiddur af viðkomandi tryggingafélagi. Þóknun er yfirleitt í hlutfalli við innheimtar bætur.

Við leggjum út fyrir kostnaði við öflun læknisvottorða og annarra gagna og gerum svo upp við tryggingafélagið.

Sé nauðsynlegt að fara í dómsmál til að innheimta bætur gætir þú átt möguleika á gjafsókn, þ.e. að þóknun okkar verði greidd úr ríkissjóði.

Það kostar ekkert að kanna rétt sinn til bóta!

Lifðu lífinu – við sækjum bæturnar!