LÍKAMSÁRAS - BÆTUR
Ef þú hefur verið sleginn, stunginn eða orðið fyrir annars konar árás átt þú í flestum tilvikum rétt á bótum frá þeim sem réðst á þig. Bætur fara eftir skaðabótalögum og því átt þú rétt á þjáningabótum, bótum fyrir tímabundið tekjutjón og bætur fyrir varanlegan miska og varanlega örorku ef varanlegt tjón hefur hlotist af árásinni. Auk þess verður hann að borga þér útlagðan sjúkrakostnað, t.d. vegna lækna og lyfja. Sama gildir um annað fjártjón, t.d. vegna skemmda á fötum.
Ef um alvarlega líkamsárás er að ræða átt þú rétt á að fá tilnefndan réttargæslumenn úr hópi lögmanna til að gæta hagsmuna þinna hjá lögreglu og fyrir dómi. Þóknun lögmannsins er þá greidd af ríkinu. Í öðrum tilvikum er krafa um bætur fyrir lögmannsþóknun hluti af þeirri skaðabótakröfu, sem lögmaður setur fram.
Þegar um alvarlegar líkamsárásir er að ræða getur brotaþoli átt rétt á greiðslu bóta úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun svokallaðrar bótanefndar. Sérfræðingar okkar sjá þá um innheimtu bóta úr ríkissjóði og skila þeim til þín. Ríkissjóður innheimtir þann hluta bótanna síðar hjá árásarmanninum.
ALGENGAR SPURNINGAR
Skiptir máli að ég var í órétti?
Það er algengur misskilningur að menn eigi ekki rétt til bóta þar sem þeir hafi verið í órétti við árekstur eða í öðru umferðarslysi. Þetta skiptir hins vegar engu máli. Ölvun við akstur kann hins vegar að leiða til missis bótaréttar.